Laugabakstur

Vínarbrauð

250 g hveiti
¼ tsk. kardimommur
30 g sykur
25 g smörlíki
1½ dl. mjólk
½ egg
30 g pressuger

100-200 g smjör eða smjölíki

Pressugerið leyst upp í mjólkinni, öll þurrefnin sett í skál,
smjörlíkið mulið saman við (25 g), vætt í með mjólk og eggjum.
Búið til mjúkt hnoðað degi alls ekki seigt.

Deigið breitt út í 35x45 cm á kant,
smjörlíkið (100-200) skorið niður með ostahníf.
Sneiðarnar lagðar eftir miðri kökunni,
annar þriðjungurinn lagður yfir smjör.
Smjörsneiðar lagðar þar ofaná (sem eftir eru)
hinn þriðjungurinn lagður þar ofaná.
Brotið í þrennt eins og handklæði.

Breitt út aftur í jafn stóra köku,
brotið saman aftur á sama hátt nema að nú er hveiti stráð á milli.
Breitt út í þriðja sinn og mótað.

Þessi uppskrift er nóg í 4 lengjur eða 2 kringlur


Fyllingar í vínarbrauð.

Möndluþykkni
50 g saxaðar möndlur
100 g sykur
1 eggjahvíta

Eggjahvíta og sykur þeytt og möndlum bætt út í.
                             

Eggjaþykkni
20 g hveiti
2 dl. mjólk
1 eggjarauða
20 g sykur

Sykur og hveiti hrært saman í potti, hrært út með helmingnum af
mjólkinni, rauðunni blandað útí og því sem eftir var af mjólkinni
Sett yfir hita og soðið í 1-2 mín, hrært í.

                                                        

Kókosfylling
1 egg
1 dl. sykur
2-3 dl. kókosmjöl

Epli og kanelsykur (rúsínur)

Eplin skorin í báta og þeim raðað í vínarbrauðin og kanelsykri stráð yfir.

Sulta eð einvers konar ávaxtamauk

Rúsínur og súkkat


Ofaná er venjulega penslað með eggi, og mulinn sykur og saxaðar möndlur stráð yfir eða eitthvað sem við á.

                                                       


 

ÁVAXTAKAKA

300 gr. smjörlíki
300 gr. sykur
6 egg
300 gr. hveiti
100 gr rúsínur
100 gr. kúrenur
100 gr. döðlur
100 gr. gráfíkjur
50 gr. möndlur
kokteilber

Hrært deig.
 Hveiti og ávöxtum blandað saman við með sleikju.
 Hiti 175°í 80 mín.
 Þessi kaka geymist mjög vel.Smá innskot
Mér leist svo vel á ávaxtakökuna að ég skellti mér í að baka hana í dag.
Hú tókst mjög vel hjá mér með smá breytingu.
Það er vita vonlaust að setja hveitið útí á eftir með sleikju,
hrærið það saman við
en setjið ávextina saman við með sleikju.
Þetta er frekar stór uppskrift
svo ef þig eigið ekki stórt formkökuform,
setjið þá deigið í 2 lítil.  HS.

_____________________________________________


Hver man ekki eftir Laugaskonsunum? LL
 
SKONSUR

4 bollar hveiti
1,5 tsk sykur
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
2 egg
mjólk

Þurrefnin sigtuð saman í skál.
 Vætt í með mjólk og eggjum. Deigið á að vera frekar þykkt.
Bakað á pönnu við vægan hita.

___________________________________

Döðluterta
(Uppgufaða Ólakakan)
Þessi kom líka með bréfdúfunni,
spurning hvort hún gufaði upp á leiðinni?


100 gr smjörlíki
1 bolli púðursykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
1 tsk natron
1/4 tsk salt
1/2 tsk kanill
1/4 bolli volgt vatn
1 1/2 bolli hveiti
1 bolli döðlur
                    
Hrært deig, hiti 175°C neðst í ofni

 

                                                                                                                       

 

 

 

Í fyrramálið hef ég lofað að baka slatta af pönnsum
fyrir afmæli í eftirmiðdaginn.
 Eins og alltaf mun ég nota hina einu og sönnu
 Laugauppskrift  og því upplagt að skella henni hér inn núna. LL

 

 

PÖNNUKÖKUR

250 gr. hveiti
1/2 tsk. natron
1/2 tsk salt
2 msk sykur
8-10 dl mjólk
70 gr. smjörlíki, brætt
2 egg
1/2 tsk kardimommur

Þurrefnin sigtuð saman í skál.
Vætt fyrst í með helmingnum af mjólkinni,
 þá eggjum og smjörlíki og að lokum restinni af mjólkinni._________________________________________


Gulrótarkakan hennar Ellu
4 egg
4 dl sykur
Hrært ljóst og létt
           
6 dl gulrætur (rifnar)
4 dl sólrósarolía
Hrært útí
           
4 dl hveiti
1 tsk natrón
2 tsk kanill
4 tsk vanillusykur
Sigtað og hrært saman við
                         

Bakað í einu kringlóttu, djúpu formi,
eða tveimur lágum, við 175°C í ca. 35 mín.
                         

Krem ofan á
60 gr. smjör
100 gr rjómaostur
1 dl flórsykur
Hrært saman
            
Má skreyta með heimatilbúnum gulrótum úr marsipani.
(Hver nennir því nú, hehe)                                                                                                        


 

 

GRAUTARLUMMUR

250 gr. grautur
125 gr. hveiti
30 gr. sykur
1-2 dl mjólk
1 egg eða 2 tsk. eggjaduft
1/2 tsk salt
1 tsk natron
(rúsínur)
dropar
100 gr. tólg eða smjörlíki

Hveiti, sykur, salt og natron sigtað saman og þessu
 hrært ásamt mjólk og eggi saman við grautinn.                                                                                                 

LILJU-LUMMUR

Ég nota reyndar alltaf aðeins öðruvísi uppskrift og set hana hér inn líka samkvæmt sérstakri beiðni frá Helgu Sig.
 Þetta er frekar lítil uppskrift þannig að ég tvöfalda hana yfirleitt.  LL
 
1,5 dl. hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 msk. sykur
1/2 dl haframjöl
1 egg
2 dl mjólk
25 gr. smjörlíki (brætt)
1-2 msk. rúsínur (má sleppa)
Bökunardropar (má sleppa)

Þurrefnin sett í skál.
 1 dl af mjólk hrært út í,
 síðan egginu, þá restinni af mjólkinni
og að lokum smjörlíkinu.______________________________________________________Hér er ein til að skella í skúffuna.  LL


TEKAKA

1 egg
200 gr. sykur
200 gr. smjörlíki
375 gr. hveiti
1,5 tsk. hjartarsalt
2 tsk lyftiduft
2,5 dl. mjólk

4 tsk sykur
2 tsk. kanill
25 gr. óflysjaðar saxaðar möndlur

Hrært deig.
Sett í litla ofnskúffu. Sykri, kanil og möndlum stráð yfir.
Hiti 175°
_____________________________________

Sólskinskaka m/karmellukremi
Þetta er nú ein sígild. HS.

120 gr.smörl.
1 1/2 dl sykur
2 egg
1 1/2 dl hveiti

Hrært deig.

Kakan bökuð í hringmóti við 150°C í 30 mín.
                                                

Karmellukrem

120 gr. sykur
2 dl. rjómi
2 msk. sýróp

30 gr. smjörl.
1 tsk.vanillusykur

Rjóma, sykri og sýrópi blandað saman í pott. Hitað við vægan hita,
soðið þar til kremið hefur þykknað dálítið. Hræra þarf vel á meðan.
Þá er smjörlíkinu og vanilludropunum bætt útí. Kakan hulin með kreminu.


                                                                                                                

Hjónabandssæla

Þessa hef ég nú bakað ansi oft, og hún stendur alltaf fyrir sínu.  HS.

1 bolli haframjöl
1/2 bolli hveiti
1/2 bolli púðursykur
1/2 tsk. natron
1/2 tsk. lyftiduft
100 gr. smjörl.
3 msk. rabarbarasulta (eða döðlumauk)

 

Bakað í miðjum ofni við meiri undirhita í 15-20 mín.

                                                                                            
  

Vöfflur


Þessa vöffluuppskrift hef ég notað allt frá Laugadögunum
og hef ekki enn fengið betri vöfflur.
Nota reyndar aðeins minna af mjólkinni. Þar sem mér finnst vöfflurnar
langbestar stökkar er nr. 1, 2 og 3 að stafla þeim ekki upp.  (LL)


2 egg
4 msk sykur
2 bollar hveiti
2 1/2 tsk lyftiduft
2 1/2 bolli mjólk
150 gr. smjörlíki (brætt)

Egg og sykur þeytt saman.
 Hveiti og lyftidufti blandað saman við með sleikju.
 Smjörlíkið sett út í og síðan mjólkin.
                                                                          ________________________________

Gamla góða vínarbrauðið

 

3 bollar hveiti
3 tsk lyftiduft
125 gr. smjörlíki
1 bolli sykur
2 egg
1 dl mjólk

Hnoðað deig. Breitt út í lengjur.
 Sultu smurt á miðjuna - brotið upp á hliðarnar.
Bakað í miðjum ofni á 200°  (LL)


   __________________________________________

Kókosmjölsterta

200 gr. smjörlíki
200 gr. sykur
2 egg
180 gr. kókosmjöl
200 gr. hveiti
1 tsk lyftiduft

Hrært deig. Tveir botnar. Sulta sett á milli.

                                                                         (LL)
____________________________________________

Döðlubrauð

1 1/2 bolli hveiti
1 tsk natron
1 bolli púðursykur
1 pk döðlur
1 msk smjörlíki
2 egg
1 bolli heitt vatn

Öllu blandað saman í skál. Vætt í með smjörlíki, eggjum og vatni.
Hiti 150° neðst í ofni við mesta undirhita.
                                                                                                           (LL)       
 

 

 

Flettingar í dag: 281
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 524
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 1888381
Samtals gestir: 194553
Tölur uppfærðar: 3.8.2015 10:25:52

Húsmæðraskólinn á Laugum ´68-´69

Um:

Halló, velkomin á vefsíðu skólasystra frá húsmæðraskólanum á Laugum veturinn ´68-´69. Við komum alls staðar að af landinu og höfum haldið góðu sambandi í þessi rúm 40 ár sem liðin eru síðan við útskrifuðumst. Fyrst hittumst við á 5 ára fresti, en frá árinu 2004 höfum við hist árlega og þá á mismunandi stöðum á landinu. Erum ákveðnar í að halda því áfram svo lengi sem við tórum :) Hér fyrir ofan er gestabók og gaman væri að heyra aðeins frá þeim sem heimsækja síðuna okkar. Við ætlum að vera duglegar að setja inn myndir og blogga smávegis.

Uppáhalds bíómynd(ir):

Á hverfanda hveli

Eftirminnilegast:

Veturinn ´68-´69.

Bóndadagur

atburður liðinn í

6 mánuði

11 daga

Þorláksmessa

atburður liðinn í

7 mánuði

11 daga

clockhere

Tenglar

clockhere